Hörður Torfa

Heimasíða Harðar Torfasonar

Að gefnu tilefni - um nýja stjórnarskrá...

hordursjalfur's picture

 

Ég hef orðið var við að sumt fólk segist ekki muna eftir því að krafa um nýja stjórnaskrá hafi komið fram á útifundunum 2008/09 á Austurvelli. Það sem er rétt í málinu er að krafan var þarna til staðar strax í oktober 2008.  Ég hélt dagbók um atburðina.  Mínar starfsaðferðir eru þannig að ég er vanur að skrifa flæði sem ég nota svo sem punkta þegar ég held ræðu. Eftirfarandi klausa er tekin úr ræðu minnispunktum mínum skrifuðum 23 oktober 2008.

" Örvæntið ekki – ásakið ekki – sýnum festu og umfram allt samstöðu – heimurinn er ekki að farast - það þrengir að okkur en lífið er ekki búið.  Þetta hrun er ekki okkur, almenningi, að kenna – látum ráðmenn þjóðarinnar ekki koma inn í okkur sektarkend – þeir voru kosnir til að leiða þjóðina og þeir brugðust – þeir vissu lengi hvert stefndi – og þessum mönnum er ekki treystandi til að leiða okkur út úr ógöngunum – við höfum misst allt traust á þeim – Við þurfum að gjörbylta kerfinu, fá nýja stjórnarskrá. En fyrst og fremst hugarfarsbyltingu, breytt viðhorf og meiri ábyrgð í hugsunarhátt íslendingsins."

Þá vitið þið það :)