Hörður Torfa

Heimasíða Harðar Torfasonar

1976 - 2012: Síðustu hausttónleikarnir

hordursjalfur's picture

Hörður Torfa

Hausttónleikar 2012 
Föstudagskvöld 7 september kl.20.00
Borgarleikhúsinu
Miðasala á Midi.is og í Borgarleikhúsinu

Í síðasta sinn - 37 árið í röð

 Nú er komið að leiðarlokum því þetta verður í síðasta sinn sem Hörður Torfa heldur þessa árlegu hausttónleika sína. Í ágústbyrjun 1975 steig Hörður fram fyrir skjöldu og lýsti því yfir að hann væri samkynhneigður. Hann hafði frá 1966 unnið sig smám saman upp í að verða mjög eftirsóttur sem söngvaskáld og snjall túlkandi, leikari, leikstjóri og ljósmyndafyrirsæta. En á svipstundu féll hann í ónáð fyrir að rísa gegn ógn fáfræðinnar og hann varð að flýja land vegan ofsókna og lifði meira að segja af morðtilraun hatursmanns samkynhneigðra. Svar Harðar var að takast á við samfélag sitt og samtíma, enda var það yfirlýst stefna hans sem listamaður.  Hörður hóf þá vinnu haustið 1976 með hausttónleikum. Áratugum saman hefur han unnið ötullega starf sitt hér á meðal okkar sem eins manns leikhús. Hann hefur alltaf beitt þeirri aðferða að byrja einn og virkja með sér þann fjölda sem vill með honum starfa og þegar hann hefur náð árángri hefur hann horfið af sjónarsviðinu og snúið sér að næsta viðfangsefni.  Nú er svo komið að starf hans hefur vakið athygli útí hinum stóra heimi og hann er boðinn víða til að halda fyrirlestra um það. Enda bendir hann sjálfur á að íslenskt samfélag sé langt komið frá því myrkri, kúgun og fálæti sem ríkti 1975. En bendir líka á að samfélag okkar þurfi á vakandi einstaklingum að halda, umbóta og aðgerðarsinnum. En nú sé kominn tími til, fyrir hann að draga sig að mestu í hlé og minnka við sig umsvif.

 

Hörður hefur sent frá sér 23 diska með tónlist sinni og textum. Haustið 2008 kom út bókin Tabú sem fjallar um líf og ævistarf Harðar til ársins 2007.