Hörður Torfa

Heimasíða Harðar Torfasonar

Viðbótarmöguleikar fyrir þína vefsíðu

hordursjalfur's picture

Ódýr hýsing, engin greiðsla fyrir forrit og ekkert mánaðargjald.

Fyrir viðskiptavini okkar bjóðum við núna allra ódýrustu hýsingu sem þekkist á íslenska vefsíðumarkaðnum. 800 krónur á mánuði fyrir hýsingu á léni. Þegar litið er til þeirra atriða sem hægt er að setja upp gegnum Drupal, sem er frítt og þar með án mánaðargjalds, er tæplega hægt að finna betri valkost. Þú greiðir ekkert fyrir forritið sem stýrir vefumsjónarkerfinu, ekkert mánaðargjald og aðeins 800 krónur fyrir hýsingu.

Vörulistar

Þarftu að setja upp vefsíðu með lista yfir vöru eða þjónustu? Þarftu að fá lista með góðum upplýsingum um hverja einingu með einni eða fleiri myndum? Þarftu að hafa aðgang að upplýsingunum þannig að þú eða starfsmenn geti auðveldlega sett inn nýjar vörur, skipt út myndum og lagað texta. Með vörulistanum sem Emstrur setja upp í Drupal er sérlega einfalt og auðvelt að viðhalda vörulistanum á staðnum. Einnig er hægt að skipta vörulista niður í flokka og fleiri einingar ef á þarf að halda. Þetta á líka við um hvers konar þjónustu. Einföld lausn sem þægilegt er að hafa umsjón með og efla og stækka.

Póstlistar og fréttabréf

Ein af þeim leiðum sem hægt er að nota við markaðssetningu á netinu er að setja upp póstlista og fréttabréf. Aðferð sem jafnframt hjálpar þér að mynda gott sambandi við viðskiptavini. Með formi sem sett er á vefinn safar þú saman viðskiptavinum sem jafnframt heimila þér að senda til þeirra tölvupóst. Póst sem vegna samþykkis þeirra heimila þér að fara framhjá spam filterum. Póstlistar og fréttabréf er jákvæð leið til að vera í sérlega nálægu sambandi á netinu.
Með reglulegum fréttabréfum sem kynna nýjungar og athyglisverð tilboð getur þú viðhaldið áhuga viðskiptavina á vöru eða þjónustu. Auðvitað er einnig hægt að nota fréttabréf fyrir félög og stofnanir til að viðhalda upplýsingaflæði. Í stað þess að gefa út prentað fréttabréf er stuðst við rafræna útgáfu.

Myndagallerí

Myndagallerí geta verið af ýmsu tagi. Hægt er að setja upp myndagallerí sem gestirnir fletta í gegnum þar sem ein stór mynd er kjarni þess sem þeir sjá. Einnig er hægt að setja upp gallerí sem hefur eina stóra mynd og strípu fyrir neðan með litlum myndum. Sumir vilja hafa mynd með texta og upplýsingum og fletta yfir á næstu mynd með hnappi. Allt góðar og gildar aðferðir til að sýna myndir og myndasöfn. Hvort heldur þær eru persónulegar myndir eða myndir af skemmtun fyrirtækis, myndir úr ferðalagi félags eða jólateiti stofnunar. Myndagallerí auka áhuga á vefsíðunni þinni og auka þar með umferða á síðuna.

Skoðanakannanir

Skoðanakannanir eins og við erum með hér á vefnum okkar er skemmtileg leið til þess að kalla fram afstöðu og einnig til að lífga upp á vefinn. Uppsetningin er hluti af grunnuppsetningu okkar á Drupal vefsíðu og er hægt að velja hvort skoðanaankönnunum er haldið inni á vefnum eða hvort þeim er sleppt. Auðvelt er að skipta um spurningar og svör með hinu öfluga vefumsjónarkerfi Drupal og þar að auki hægt að hafa fjölda svarmöguleika og ákveða hversu lengi spurningin á að standa á vefnum. Vefumsjónarkerfið heldur vel utanum allar skoðanakannanir og spurningar hversu margar sem þær verða og hversu oft sem þær eru endurnýjaðar.

Hreyfimyndir

Emstrur hafa sett upp margar athyglisverðar hreyfimyndir á vefsíður gegnum árin. Hreyfimyndir eru oftast búnar til í Flash og má nota víða, m.a. til þess að skreyta vefsíður. Sveigjanleiki Drupal er töluverður gagnvart hreyfimyndum og er hægt að setja þær inn með fréttum í fréttakerfi, beint á vefsíuna eða inn í blogg, rétt eins og myndir. Vefstjórar hafa töluvert mikið svigrúm gegnum vefumsjónarkerfið og geta m.a. notað vefumsónarkerfið frá Drupal til þess að setja inn og skipta um auglýsingar á vefnum.

Form

Með Drupal er hvers konar uppsetning á formum bæði aðgengileg og auðveld. T.d. umsóknarform fyrir aðild að félagi, umsókn um aðild að ákveðnum hópi, atvinnuumsóknir og umsóknir um sumarhús hjá stéttarfélagi svo dæmi séu nefnd. Eftir að Emstrur setja upp Drupal vefinn með ókeypis vefumsjónarkerfi getur vefstjóri eða aðrir sem fá til þess heimild, séð um að setja inn form þegar á þarf að halda. Drupal er þannig meira en vefumsjónartæki heldur má segja að það sé vefþróunartæki fyrir þá sem taka það upp.

Auglýsingar á vef

Margir vilja geta selt auglýsingar á sína vefi. Auglýsingar frá styrktaraðilum, auglýsingar um þjónustu, auglýsingar sem aðrir vilja kaupa á vefsíðunni þinni og auglýsingar sem skapa tekjur. Auglýsingar sem lifa í ákveðin tíma samkvæmt taxta og fá síðan nýjar auglýsingar að þeim tíma loknum. Með Drupal vefumsjónarkerfinu er auðvelt að setja inn auglýsingar hvort sem þær eru myndir, hreyfimyndir eða texti. Hægt er að setja upp viðmið í stærðum fyrir auglýsingar og getur vefstjórinn síðan auðveldlega skipt um auglýsingar. Með gjaldfrjálsa vefumsjónarkerfinu frá Drupal getur þú skapað þér þínar eigin tekjur.

Bloggkerfi

Þó að bloggkerfi séu víða aðgengileg og ókeypis eru ástæður fyrir því að fyrirtæki og félög vilji hafa sínar eigin bloggsíður. M.a. eru bloggsíður áhugaverður valkostur til að fá viðbrögð og einnig felast í þeim auglýsingagildi. Emstrur bjóða bæði bloggkerfi sem fylgir Drupal og einnig uppsetningu á hinu sérlega öfluga og sveigjanlega bloggkerfi TypePad frá Six Apart. Báðar lausnir eru öflugar og meðfærilegar fyrir ný blogg, fyrir viðbrögð gesta, umsagnir og stjórnun. Emstrur laga báðar lausnir óaðfinnanlega að þinni vefsíðu eins og t.d. hjá Nesnet