Umræðufundir um stjórnlagaþing

 

Skellti mér í það á mánudagsmorgni að koma á nokkrum opnum umræðufundum um stjórnlagaþing núna í mai mánuði. Ég hafði rætt þetta við Sigurð Hr. Sigurðsson og við urðum ásáttir um að hann aðstoðaði mig við að útvega ræðufólk. Ég gekk frá samkomulagi við eigendur Hornsins sem tóku hugmyndinni mjög vel.

 

Niðurstaðan er að fyrsti fundurinn verður haldinn á Horninu n.k. sunnudag 2 mai kl. 15.00 og mun Páll Skúlason, prófessor í heimspeki ræða „um nauðsyn þess að rækta ríkið“.