Hörður Torfa

Heimasíða Harðar Torfasonar

Til hamingju Poul og Rosmary Ramses.

hordursjalfur's picture

Í morgun, 24 mars 2010, voru Poul og Rosmary Ramses boðuð á fund hjá Útlendingastofnun. Það var mikil spenna og óvissa um hvað fundurinn boðaði. Barátta þeirra hjóna fyrir aðsetri á Íslandi hefur tekið langan tíma.  

Það var því ómæld gleði og ánægja þegar þau fengu að vita á þessum fundi að þeim hafði verið veitt landvistarleyfi á Íslandi. Fyrstu þrjú árin verða þau að sækja um dvalarleyfi árlega en að þeim loknum fá þau lengra leyfi.

Til hamingju Poul og Rosmary. Velkomin í hóp íslendinga. Og ekki má gleyma framlagi yfirvalda því þeim ber einnig að þakka og óska til hamingju.