Push the button to buy or listen to Hörður music
Svona verður þessi sumardagur.

Ég er eins nálægt kæruleysismörkum og ég kemst þessa daga. Er þó að vinna að nýjum söngvum og að hljóðrita þá. Sennilega hæfir orðið afslappaður öllu því sem ég geri nú um stundir. Sumarið breytir manni í fiðrildi.
Eftir sturtu morgunsins opnaði ég í fataskápinn og virti fyrir mér úrvalið. Það var enginn valkvíði. Ég valdi mér gott skap, auðmýkt og bros til að fara í. Þannig ætla ég í gegnum þennan dag.
- hordursjalfur's blog
- Login to post comments
-