Hörður Torfa

Heimasíða Harðar Torfasonar

Stonewall og Gleðigangan 2010.

hordursjalfur's picture

Nú er Gleðigöngunni lokið, en hún var 14 ágúst í ár, og það ánægjulegasta við þann atburð hvað mig varðar er að í blaðinu var, í fyrsta sinn, ekki þessi venjulega grein um að upphaf baráttu samkynhneigðra hefði verið í Stonewall. Rétt skal vera rétt og satt er að Stowall atburðirnir fengu mikla athygli, enda um há sumar og lítið annað að fjalla um í fréttum á þeim tíma. Og svo sannarlega hefur Stonewall sagan komið ýmsu góðu af stað og það ber að þakka og virða.

Gleðigangan niður Laugaveginn er bráðskemmtilegt og lífgandi fyrirbrigði og vonandi heldur þessi viðburður velli og þróast og eflist. En mætti ekki í alvöru fara að koma á fót sjóði sem tekur á vagnafyrirkomulaginu? Það er dáldið glæfralegt að sjá þessa rosatrukka fara Laugaveginn. Það mætti pæla þetta atriði dáldið og sjá hvort ekki fyndust einhverjar góðar lausnir. Svo mætti alveg reyna að fá einhver menntaðan hönnuð til að veita leiðsögn. Gangan í ár bar með sér smá HRUNblæ. Það er ótrúlegt hvað hægt er að gera ef menn setjast á rökstóla og skoða málið með áætlun um betri og skemmtilegri útkomu næsta ár. Lengi lifi framtakið og elsku þáttakendur; hjartans þakkir fyrir að leggja alla þessa vinnu á ykkur og alla þá gleði sem þið úðið frá ykkur á þessum degi. Megi sá úði haldast allt næsta ár þar til þið endurtakið leikinn.