Segjum JÁ við nýrri stjórnarskrá!

Betra er að lifa við hávaðsöm skoðanaskipti en óttaslegna þöggun. Íslenska þjóðin er á réttri leið og smám saman að vakna til vitundar um eigið ástand. Umræðan er lífæð frelsisins. Við höfum lært margt síðan haustið 2008 og þeim fjölgar óðum sem vilja og skilja nauðsyn nýrrar stjórnarskrár.