Hörður Torfa

Heimasíða Harðar Torfasonar

Plötusala í gegnum árin.

hordursjalfur's picture
Ég notaði verslunarmannahelgina til að fara vel í gegnum plötulager og telja seldar vinylplötur, kassettur og geisladiska. Þessar tölur geta aldrei orðið mjög nákvæmar vegna skorts á heimildum, sérstaklega í upphafi ferils míns. Tvær fyrstu plöturnar mínar voru gefnar út af SG hljómplötum og í þá daga þurftu menn ekki að vera gefa upp þann eintakafjölda sem þeir létu framleiða. Enda græddu útgefendur meira á því að gefa ekki upp réttar tölur. Ég keypti á sínum tíma allan útgáfurétt af þeim plötum og hef selt þær í búnkum síðan. 
En mér telst til að hafa selt meir en  60.000 plötur á ferlinum. (Vinyll,cd og kass.) Held það sé ekki alslæmt hjá manni sem starfar algjörlega sjálfstætt og auglýsir næstum því aldrei. 
 Þegar ég segi að ég starfi  sjálfstætt þá á ég við að ég ég fjármagna sjálfur alla mína útgáfu og tónleikahald þeas. ég leita aldrei eftir fjárframlögum einhverra fyrirtækja. Plötusala mín hefur lang mest verið í gegnum tónleikahald og svo í gegnum þessa heimasíðu mína.
Nú eru tímar að breytast og það snardregur úr plötuframleiðaslu svo að öllum líkindum verða söngvar mínir í framtíðinni aðeins fáanlegir hér í gegnum heimasíðuna.
En sjáum hvða gerist. 
1. ágúst 2010