Hörður Torfa

Heimasíða Harðar Torfasonar

Morgunhani

hordursjalfur's picture


Ég er óforbetranlegur morgunhani. Ég veitt fátt betra en að fara snemma á fætur og njóta kyrrðar morgunsins. Þegar ég vakna fer ég strax á fætur. Mér finnst ég alltaf vera skýrastur í hugsun á morgnana þó svo mesti skýrleikinn vari ekki lengur en 15 mín. Þá er hann þess virði að njóta hans. Ha ha ha.
Það er mér oftast  tilhlökkunarefni að vakna á morgnana. Ég skapa mér þá tilhlökkun því ég vil að hún sé til staðar. Hver morgun er einstök gjöf. Sönn tenging við tilveruna og sjálfan sig. Hugur manns og líf er viðkvæmasti gróðurinn og um leið sá vandmeðfarnasti. Sá garður  krefst ítrustu varkárni í allri umgengni. Sá himinn og þau blæbrigði sem yfir og í honum vaka er ástand sem aðeins hugurinn sjálfur ákveður. Þessvegna er nauðsyn að rækta með sér gleði og nægjusemi. Þessi gleði, eins og svo margt annað, er árstíðar og staðbundin ánægja. Það er stór munur á að vakna að vori, sumri eða vetri. Líkt og það er mismunandi að vakna ekki alltaf í sama umhverfinu þegar ég ferðast. Kertaljós að vetrar eða haustmorgni, gönguferð að vori eða sumri, eða um framandi slóðir. Hugleiða lífið og tilgang þess.