Push the button to buy or listen to Hörður music
Mannréttindi

Réttindi manna eru oft það fyrsta sem er látið fjúka þegar almenn reiði grípur um sig. Þá rísa upp einstaklingar eða hópar sem sjá ekkert athugunarvert við að ráðast að heimilum fólks sem það er reitt. Ef við ætlum að leiðrétta það sem úrskeiðis hefur farið þá byrjum við ekki á því að brjóta þau lög sem við viljum halda í heiðri.Við erum einmitt reið fólki sem missti sig og braut slíkar siðareglur samfélagsins.
Þetta segi ég þegar mér berast fréttir um að Útvarp Saga hvetji fólk til þess að hópast að heimili Steinunnar Valdísar í kvöld, 19 apríl 2010.
Ég skil vel reiði fólks en óhamin reiði skilar engu nema hörmungum. Varla viljum við fara að stjórnast af hefndarhug.
- hordursjalfur's blog
- Login to post comments
-