Hversvegna segja þau ekki af sér?

Björgvin G. Sigurðsson, Illugi Gunnarsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hafa ákveðið að taka sér tímabundið frí frá Alþingisstörfum.  

Þau virðast ekki gera sér grein fyrir því að með því að segja af sér myndu þau eignast von til að skapa sér virðingu og traust á ný. Þá væru þau fyllilega heiðarleg. Það að þau ætla aðeins að víkja af alþingi um tíma rústar algjörlega mannorði þeirra og framtíðarvonum á meðal flestra. 

Að mínu mati skortir þetta fólk sjálfsvirðingu