Hörður Torfa

Heimasíða Harðar Torfasonar

Ferðafrelsi

hordursjalfur's picture
Núna erum við að stíga okkar fyrstu skref inn í árið 2003 og reynum að muna eftir að skrifa 3 í stað 2. Gleðilegustu fréttirnar eru i bili, að mér finnst, að breytingar eru í uppsiglingu i ferðamálum okkar íslendinga. Við erum vonandi að sjá á bak þessari einokun Flugleiða sem ríkt hefur hérlendis hingaðtil. Það er til lítils að vera að teygja lopann með því að telja upp allt það óréttlæti sem þetta flugfélag hefur látið dynja yfir okkur alla daga. En eitt er víst að geti ég með nokkru móti hér eftir ferðast með öðru flugfélagi þá mun ég gera það. Ég é erfitt með að kyngja þeirri staðreynd að Flugleiðir hafa misnotað sér aðstöðu sína hvað eftir annað og haft af mér stórfé með boðum sínum og bönnum gagnvart okkur sem fædd erum á Íslandi. Það eru margir miðahelmingar sem maður hefur þurft að henda í gegnum tíðina. Eða manni hefur sviðið það okurverð sem maður hefur þurft að borga til að komast frá eða til Íslands. Vonandi er þessi martröð á enda.