Áhugaverður og fræðandi fundur

Fyrsti sunnudagurinn í mai á Horninu þar sem Páll Skúlason ræddi við okkur var að allra mati áhugaverður og fræðandi. Hann stóð í rúman klukkutíma og eftir erindi sitt svaraði Páll fyrirspurnum úr sal. Það mátti heyra saumnál detta á meðan Páll talaði. Það var bætt við mörgum aukastólum án þess að þrengsli sköpuðust og erfiðleikar við veitingasölu.

Það voru alllir sem ég talaði við mjög ánægðir með þetta framtak og tilhlökkum er með áframhaldið. Kærar Þakkir Páll Skúlason og gestir.