Hörður Torfa

Heimasíða Harðar Torfasonar

Æft af kappi...

hordursjalfur's picture

Þegar ég kom til Íslands 10.janúar frá Ítalíu tók ég mig til og fór í gegnum laga og textaskissur undanfarinna mánaða. Það sem kom mér á óvart var hvesu margar þær voru. Sérstaklega skissurnar sem tengdar voru mótmælunum á Austurvelli. Ég ákvað að fullvinna þær og hef lengið yfir þeim undanfarna mánuði og nú eru þær brátt að verða tilbúnar til hljóðritunar. Ég ætla að flytja ellefu nýja söngva úr þessu safni á tónleikunum mínum í Iðnó núna á fimmtudagskvöld. Mér finnst annar tónn í þeim en venjulega hjá mér. Mér finnast þessir textar afdráttarlausari.

Ég hef æft af kappi og fékk lánað húsnæði á Laugavegi til að æfa því ég er alltaf mjög viðkvæmur fyrir því að annað fólk sé að hlusta á mig þegar ég er að móta söngva. Held að það sé hroði fyrir annað fólk að heyra. Endurtekningar og leitun að túlkun er varla skemmtilegt nema til að læra af.

En ég hlakka til tónleikana.