Hörður Torfa

Heimasíða Harðar Torfasonar

Að gefnu tilefni.

hordursjalfur's picture

 

Vegna athugasemda lesenda í DV. 15 september 2013 vegna viðtals sem birtist við mig í Írska blaðinu Journal:

 

Eiríkur Stéfánsson verður að sjálfsögðu að eiga við sinn stöðuga ofsa og öfga í málflutningi og það hatur sem hann virðist bera til margra manna og er ekkert að leyna því. Við því get ég ekkert gert og hyggst ekki gera. Það er hver sinn gæfusmiður.

 

En Eiríkur Stéfánsson hringdi til mín rétt undir miðnætti á föstudagskvöldi í nóvember 2008 og krafðist þess ( hann bað ekki kurteisislega eða stakk uppá ) að fá að koma daginn eftir og halda  "þrumuræðu um kvótamálið" daginn eftir á útifundi á Austurvelli.  Ég sagði honum sem satt var að dagskrá þess dags væri fullskipuð og ég myndi setja hann á biðlista fyrir væntanlega fundi eins og alla sem fóru fram á að fá að tala á fundunum. Þessu firrtist hann við og notaði þannig orðaforða við mig að ég einfaldlega lagði á og tók símann úr sambandi. Framkoma hans við mig síðan þá, bæði skriflega og orðlega,  hefur borið öll einkenni manneskju sem kann ekki mannleg samskipti hvað þá lágmarks kurteisi. Með framkomu sinni útilokar hann sig því frá allri umræðu og samstarfi. Og ég veit að ég er ekki einn um þetta viðhorf.

 

Svo er það dálítið fyndið í þessu sambandi að Eva Hauksdóttir komi líka með athugasemd í anda E ST því einmitt framkoma hennar varð til þess að ég setti strangar reglur um aðkomu annarra að ræðupallinum á Austurvelli. Sú regla var að eftir miðvikudagskvöld var væntanleg dagskrá fundanna tilbúinn og henni varð ekki breytt nema vegna veikinda. Ástæðan var að Eva hafði komið til mín á fundi með beiðni um að lesa upp tilkynningu um friðsamleg mótmæli við Lögreglustöðina á Hverfisgötu vegna handtöku sonar hennar. Krafan var að sonur hennnar yrði látinn laus. Hún fullyrti við mig að hún hefði orð Ragnars Aðalsteinssonar lögfræðings fyrir því að handtaka sonar hennar hefði verið með öllu ólögleg. Ég hafði lítillega kynnst Evu við mótmæli sem ég stóð fyrir vegna Paul Ramses þá um sumarið og ég hafði enga ástæðu til að rengja orð hennar og las því tilkynninguna upp. Tilkynningu sem hún og aðstoðarfólk hennar var í óða önn að dreifa á fundinum. Þau mótmæli hefðu orðið án þess að ég læsi þá tilkynningu á fundinum. Flestir sem fylgdust með því sem gerðist við Lögreglustöðina vita að þar fór allt úr böndum. Ég var þar ekki og vil því ekki tjá mig um málið að öðru leyti en því að ég kom þar hvergi nálægt nema að lesa tilkynninguna upp og ber enga ábyrgð á þeirri uppákomu þó mér sé persónulega oft kennt um að hafa staðið fyrir obeldisfullum aðgerðum við lögreglustöðina. En eftir þetta atvik setti ég strangar reglur um að hleypa engu/ engum óvænt uppá pallinn og þeim reglum var fylgt. 

 

Nú og svo eru það menn sem ætíð birtast og vita best hvernig best hefði verið að framkvæma verkin og hvernig þau eiga að vinnast. Þetta eru einstaklingar sem alltaf birtast á hliðarlínunni eða í skuggum tilverunnar og krefjast þess að farið sé eftir fyrirmælum þeirra. Margir þeirra hafa góðar hugmyndir og það er vel. En ég hef ítrekað bent þeim á að hugmynd er einskis virði ef hún er ekki framkvæmd. Slíkir aðilar voru í kringum mig á Austurvelli á sínu tíma eins og flugur á mykjuskán og veittust stöðugt að mér í vekri sem orði. Ég benti þeim alltaf á að ég hefði leyfir til útifunda á laugardögum frá kl.12.00 til 16.00 þar innifalið uppsetning funda og frágangur afgangur vikunnar væri þeim frjáls til afnota og ég hvatti þá til að virkja hugmyndir sínar líkt og ég gerði með mínar. En áhugi þeirra á því var engin heldur var markmið þeirra að koma mér frá og taka yfir stjórn fundanna sem ég stóð fyrir ásamt mínu óþreytandi og duglega aðstoðarfólki. 

 

En svo menn fari nú ekki að fá hjartaáfall vegna framlags míns bæði á Íslandi svo og á alþjóðavettfangi þá vil ég benda á að ég hef starfað sem sjálfstæður listamaður frá árinu 1973 óháður stjórnmála og trúarflokkum og ekki á framfæri neinna peningastofnana. Motto mitt hefur alltaf verið að berjast gegn misnotkun valds. Til þess hef ég notað hæfileika mína og reynslu. Og reynsla mín byggist að á þeirri upplifun sem ég varð fyrir vegna ofsókna og útilokunar eftir að ég fyrstur íslendinga stóð upp og sagðist vera samkynhneigður árið 1975. Sú barátta kostaði mig næstum lífið oftar en einu sinni og skammarlega útilokun úr íslensku samfélagi í langan tíma. Ég gerði betur og í þeim anda sem ég starfa enn eftir; ég stóð fyrir stofnum Smatakanna ´78. Allar götur síðan hefur allt starf mitt byggst á hugmyndinni að "ræða og fræða" og vinna saman. Ég hef starfað sem eins manns leikhús og geri enn. Um þá fullyrðingu Evu að ég taki mér meira vald en ég hef vísa ég til föðurhúsanna. Ég hef hafnað öllu hefðbundnu valdi og öllum tilboðum um þáttöku í stjórnmálum. Ég lít einmitt á að starf mitt sem óháður listamaður og aðgerðarsinni sé margfalt veiga- meira eins og hefur marg sannast í gegnum árin. í áratugi fór ég hér í kringum landið og ræddi við fólk um margbreytileika lífsins í gegnum sungnar og sagðar sögur. Eina breytingin er sú að í dag er ég farinn að ferðast um allan heim með þennan boðskap minn og deili reynslu minni í von um að aðrir geti lært af henni. Það er nú allt valdið sem ég tek mér. Ólíkt og áður þegar ég kostaði allar ferðir mínar um landið og átti oft varla fyrir mat þá er ég boðinn víða um heim og þarf ekki að borga sjálfur.

 

Fyrir þá sem vilja þá geta þeir lesið um starf mitt og ævi í bókinni Tabú sem rithöfundurinn Ævar Örn Jósepsson skráði í áföngum 2006 og 2007 og kom út haustið 2008. Þar lýsi ég aðferðum mínum og það eru einmitt starfsaðferðir mínar og barátta  sem hafa vakið athygli víða um heim og orðið til þess að margskonar samtök og stofnanir hafa boðið mér til að halda fyrirlestur um starf mitt og þann árangur sem það hefur borið. Ég held ræður mínar í háskólasölum, samkomuhúsum og á götum og er gríðarlega vel tekið allsstaðar, ég tala oftast fyrir fullu húsi. Að sögn þeirra sem annast þesar ferðir mínar þá skil ég eftir þann anda og þá von hjá fólki að það heldur ráðstefnur um boðskap minn um friðsamlegar baráttu aðferðir.  Og svo fólk geti aðeins áttað sig á boðskap mínum þá ber fyrirlestur minn heitið  "When I becomes we".  Auk þess þá hef ég, síðan haustið 2008, komið fram í hundruðum fjölmiðla víða um heim dagblöðum, tímaritum, sjónvarpsþáttum, kvikmyndum, útvarpii, sjónvarpi. Ég hef veitt að meðaltali 4 viðtöl í hverri viku.