Push the button to buy or listen to Hörður music
Act alone 2010

Næstkomandi föstudag, 13 ágúst,hefst árleg leiklistarhátíðin Act alone á Ísafirði. Þetta er sjöunda árið í röð og því ber svo sannarlega að fagna. Þetta er eina íslenska leiklistarhátíðin og ég reyni savo sannarlega að mæta á hverju ári. Það er eldsálin og leikarinn Elfar Logi Hannesson sem hefur staðið fyrir þessu einstaka og bráðnauðsynlega framtaki í gegnum árin og það er engan bilbug á þeim manni að finna.
Fjölbreyttar og skemmtilegar leiksýningar, bæði íslenskar og útlendar, og þarna hittist leiklistarfólk víða að og kynnist og spjallar saman. Semsagt þarna er að finna allar grunn- víddir, hliðar og stoðir einsmannsleikhússins og hægt að njóta alls þessa í þrjár daga samfellt á hverju ári.
Kynnið ykkur málið nánar;http://www.actalone.net/
- hordursjalfur's blog
- Login to post comments
-