Svona fólk

Ég fór að sjá kvikmyndina „Svona fólk" eftir Hrafnhildur Gunnarsdóttir. Ég hvet alla til að sjá þessa mynd og líta í þjóðarspegilinn og eigið sjálf. Þessi kvikmynd er um margt afrek hjá Hrafnhildi og hlýtur að hafa reynt mikið á hana á margan hátt. Þetta verk hennar er auðvitað mjög persónuleg upplifun hennar og ber þess merki. Hrafnhildur er nítján árum yngri en ég, fæðist um svipað leiti og ég er að hefja viðureign mína við þá staðreynd að ég sé „kynvillngur". Hún kom sjálf, að eigin sögn, inní Samtökin´78 þegar hún var aðeins 16 ára, árið 1980. Þá hafði þá þegar mjög margt gerst í baráttunni. Aðeins það eitt að það skyldi vera til virkt félag og það með skrifstofu aðstöðu var í raun kraftaverk. Gjörningur sem hafði krafist mikils af Guðna Baldurssyni.      

Líkt og margir þá fellur hún í þá gryfju að kynna sér ekki nægilega vel aðstæður og aðferðir þeirra sem hófu baráttuna. Þar er ég að vísa til m´ín og Guðna Baldurssonar. Sama hvað hver segir þá mæddi baráttan fyrstu árin á okkur Guðna. Hún hefði mátt gera betur þar því það er einu sinni hlutverk þeirra sem gera heimildarmyndir að hafa það sem réttast er og sýnir allar hliðar baráttunnar. Rannsaka vel það sem gerðist og styðja sig við staðreyndir en ekki gremju einstaklings sem var ekki einu sinni á landinu þegar Samtökin ´78 voru stofnuð og var andstæðingur þeirra um svo margt. Sá maður er fulltrúi þeirra sem þorðu ekki að styðja við mig opinberlega þegar mikið reyndi á mig eftir viðtalið í Samúel 1 ágúst 1975. Það segir sína sögu að það tók mig tæp þrjú ár að stofna S´78 og vann ég þá undirbúningsvinnu einn vegna þess að þeir hommar sem voru beðnir um að taka þátt í þeirri vinnu höfnuðu því. Í myndinni er verið að skekkja söguna með afvegaleiðandi framsetningu og draga úr hvað og hvernig atburðarrásin var. Það er mjög mikilvægt að skilja hvernig baráttan á sér stað. Hvaða aðferðum var beitt hvenær, hversvegna og hvernig mál þróuðust. Hrafnhildur skautar yfir markmið upphafsins og leggur áherslu á atriði sem breyttu í sjálfu sér engu. 

 

Myndin er fallegt mósaik en jafnfram sorglegt um baráttu hinsegin fólks við staðnað,ofbeldisfullt samfélag sem hafnaði staðreyndum og lét stjórnast af geðþótta og trúarkreddum. Ég sat oft með grátinn í kverkunum eftir þessa upprifjun minnugur þess þess sora sem ég sem upphafsmaður baráttunnar þurfti að uppplifa.

Myndin lýsir einnig vel þeirri sundrung sem ríkti meðal samkynhneigðra eftir að opinber barátta hófst með frægu viðtali við þann sem þetta skrifar. Menn skiptust í tvær fylkingar; þá sem vildu djamma og djamma meira og þá sem vildu vitundarvakningu og breyta högum fólks og vinna að lagalegum réttindum. Fulltrúi djammdeildarinnar missti  trú á stefnu minni þegar ég útskýrði fyrir honum að þó við færum fram með réttindakröfur okkar homma og lesbía þá værum við í raun að fara fram á réttindi fyrir allar manneskjur því réttur eins væri réttur allra.

 

Það er áhugavert að sjá hversu svipuð viðbrögð manna við stofnun baráttusamtaka samkynhneigðra eru í Danmörku og á Ísland. Í Danmörku voru stofnað Forbundet ´48 og á Íslandi Samtökin ´78. Í báðum löndunum fór hópur homma fljótlega í andstöðu við formlegheitin og fundarsköp sem fylgdu og vildu bara djamma. Þessum hópum var mjög uppsigað við samtökin og veittust kröftugleg að þeim og þeim sem fyrir þeim stóðu, svo einkennilegt sem það nú var því ekki voru samtökin að taka af þeim skemmtanaleyfið, síður en svo. Í Danmörku var stofnaður hópur sem kallaði sig Bösserenes Befrielsesfront en á Íslandi pósthólfið Iceland Hospitality og þeir fáu aðilar sem stóðu að því héldu því fram að pósthólfið væru samtök!. Það voru ákvarðanir þriggja manna sem réði för IH og það var engin að blanda sér í hegðun þeirra fyrr en framkoma þeirra gekk yfir strikið. Þeir kölluðu sig samtök og kynntu sig sem baráttufólk fyrirbetri heimi en sýndu af sér fordóma og óheilindi. Hefðu þeir gert þetta aðeins í eigin nafni hefði mér ekki komið þetta við. En þeir létu í veðri vaka að þeir störfuðu á vegum allra homma á Íslandi, í nafni okkar allra. Þeir höfðu ekkert umboð til slíks og höfðu aldrei sóst eftir því. Þeir áttu sér engin lög og reglur né formlegt starf. Stóðu eingöngu fyrir partýum, kynlíf, djamm og dóp var þeirra stefna og ekkert  um það að segja enda fyrst og fremst mál þeirra sem það stunda. Slíkt hefur mannkynið ástundað í aldir og bara haft misgott af, svona eins og gengur. Enn IH var á engan hátt baráttusamtök fyrir mannréttindum og veittu ekki neinn stuðning í þá veru. Þeir sem innan þess hóps voru voru beðnir um að styðja mig opinberlega en þeir höfnuðu því vegna þess eins að þeir þorðu það ekki. Þeir þögðu og þorðu ekki. Sá eini sem ég fann loksins eftir að hafa unnið að því að stofna baráttusamtök um réttindi okkar var Guðni Baldursson. Hann hafði þekkigu og áhuga á málefnalegum flutningi auk þess sem hans sterkasta staða var að hann var fastráðinn hjá Ríkinu og átti sína eigin íbúð. Aðeins þessar staðeyndir segja mest um hvernig ástandið var á þessum árum. það var mikil vinna og álag fyrir mig sem einstakling að stofna S´78 og það var gert án þess hóps sem sem seinni tíma fulltrúi þeirra heldur fram. Núna áratugum seinna eru Forbundet ´48 og Samtökin ´78 ennþá til og hafa skilað miklu og árangursríku starfi á meðan Bösserenes Befrielsesfront og Iceland Hospitality lognuðust útaf.

 

Reykjavík 27 nóvember 2018