Svona fólk

Á þriðjudagskvöld fór ég að sjá kvikmyndina „Svona fólk" eftir Hrafnhildur Gunnarsdóttir. Ég hvet alla til að sjá þessa mynd og líta í þjóðarspegilinn og eigið sjálf. Þessi kvikmynd er hreint út sagt afrek hjá Hrafnhildi. Myndin er stórbrotið mósaik um baráttu hinsegin fólks við staðnað, ofbeldisfullt samfélag sem hafnaði staðreyndum og lét stjórnast af geðþótta. Ég sat með grátinn í kverkunum og hálf lamaður eftir þessa upprifjun og þann sora sem við þurftum að fara í gegnum. Myndin lýsir vel allri þeirri baráttu sem átti sér stað á öllum sviðum.