Haldið til haga

Sagt er að þeir sem ekki læra af sögunni séu neyddir til að endurtaka hana. En það má líka benda á að sumt fók sem taka að sér að endurskrifa söguna stjórnist oft af hatri, heift og undarlegum vilja til að sveigja hana að eigin þótta, þvert á allar staðreyndir. Oft hefur líka verið bent á að það sé verulegur kostnaður fyrir samfélög að leiðrétta sögu sína.

Það er ömurlegt að verða fyrir níði og árásum áratugum saman fyrir það eitt að vera aðgerðarlistamaður. Það má orðað það þannig að ég hafi fórnað framtíð minni fyrir málstað samkynhneigðra. Fordómar erfast og þeim er oft viðhaldið af fólki sem síst skyldi. Við nánari athugum er drifkraftur slíks fólks vankunnátta, leti, persónuleg óvild og hreint hatur. 

 

Það er ekki fyrr en í 30 ára afmælisblaði S´78 sem ég sá að Veturliði Guðnason (VG) heldur því fram að aðstandendur Iceland Hospirality (IH) hafi myndað með sér samtök. Þetta kom mér og öðrum eftirlifandi stofnfélögum Samtakanna ´78 (S´78) mjög á óvart, vægast sagt. Samkvæmt okkar bestu vitund minni var IH pósthólf sem olli talsverðum skjálfta á meðal homma í Reykjavík eftir að það var stofnað. Sennilega síðla veturs 1976/ ´77. Veturliði ásamt sambýlismanni hans ráku heimili sitt sem einhvern vinsælasta partýstað homma í Reykjavík um nokkurn tíma, allt fram til áramóta 1978 en þá fluttu þeir af landi brott.

Aldrei nokkurn tíma á þessum árum svo ég viti var minnst á þetta pósthólf sem samtök. En Veturliði dró fram bréf sem sönnun þess og kom mér það ansi mikið á óvart. Þetta hefði ég vilja vita þegar ég skráði bókina Tabú. Veturliði vissi vel um skráningu þeirar bókar. Skráning sem tók nokkur ár, með hléum. Við grennslan fannst líka meðfylgjandi blaðaúklippa sem sýnir að blaðamaður hefur rætt við sendanda bréfsins en hann þorði ekki að stíga fram með nafni. En baráttan snérist um sýnileikia. Allir sem þekktu til skemmtanalífsisn í Reykjavík vissi um tilvist okkar hommanna. Það var í sjálfu sér ekkert nýtt. Það sem var nýtt var að ég, sá sem þetta ritar hafði stigið opinberlega fram og viðurkennt að vera hommi. Milt sagt var þetta framtak mitt áfall fyrir þjóðina og olli mikilli umræða. Ekki síst á meðal homma.

Hvað létu svokölluð samtökin IH eftir sig liggja? Hverju skiluðu þau? Engu svo ég viti, nema umrædd fréttatilkynningu sem VG dregur fram. Ekki skal hún dregin í efa. En VG verður að segja alla söguna því þegar á reyndi og blaðamaður hafði viðtal við sendanda þessarar yfirlýsingar IH þá þorði viðkomandi ekki að stíga fram. Hversvegna ekki? Jú, eins og kemur fram í viðtalinu var það vegna ótta um afleiðingar þess að gangast við samkynhneigð sinni. Þarna er einmitt kjarni upphafs baráttunnar; að stíga fram fyrir skjöldu og axla ábyrgð. Viðurkenna samkynhneigð sína. Fram til þessa tíma, júlí 1977, hafði aðeins einn íslendingur gert slíkt, þann 1 ágúst 1975 ,og það er sá sem þetta ritar. Baráttan lá nefnilega í málefnalegum sýnileika.    

Þegar mér barst þetta afmælisblað Samtakanna ´78 (S´78) og ég las þessa grein VG hafði ég samband við skrifstofu S´78 og fór fram á að fá að svara henni í næsta blaðai þeirra. Mér var sagt að það væri sjálfsagt og að Atli Þór Fanndal blaðamaður myndi hafa samband og taka við mig  viðtal. Úr því hefur aldrei orðið án þess að ég viti ástæðuna.

Það góða við þessa grein VG í blaði S´78 er að loks kemur fram viðhorf hans og hatur gagnvart Guðna Baldurssyni, mér og S´78 og öllu sem hlýtur að skipulagðri félagsstarfssemi, en slíkt er eitur í beinum VG. Það var kominn tími til að fá þetta á hreint. Sumt er algjört bull sem VG heldur fram í greininni. Það verður að taka það fram að hann kom hvergi nálægt stofnun S´78 og var ekki einu sinni a landinu þegar þau voru stofnuð. 

Þegar undirritaður  (HT), sem ungur upprennandi og áhrifamikill listamaður steig fram fyrir skjöldu í víðfrægu viðtali í tímaritinu Smúel þann 1 ágúst 1975 og lýsti því yfir að hann væri hommi varð íslenskt samfélag fyrir áfalil sem gætti um allsstaðar. Undirritaður missti allt út úr höndum og það virtist sem vieðileyfi hefði verið gefið út á mig og ég varð að flýja land vegna líflátshótanna og annarra ofsókna. Ég snéri aftur haustið 1977 og hóf að vinna að stofnun baráttusamtaka og tókst það 9 mai 1978. Hér skal ekki farið nánar í þá sögu enda hefur henni og starfsaðferðum mínum sem aðgerðarlistamanns verið lýsti í tveim bókum hans. Tabú og Bylting.

Það voru eðlileg viðbrögð homma í Reykjavík þessara ára að ræða ástand sitt og afleiðingar yfirlýsingar minnar. Sú yfirlýsing sem VG birtir og segir að hafi verið send fjölmiðlum er hér ekki dregin í efa. Hér fylgir líka úrklippa sem sýnir viðbrögð fréttamanns sem hefur samband við sendanda fyrrr nefndrar yfirlýsingar IH og sýnir svart á hvítu að sendandinn þorir ekki að stíga fram fyrir skjöldu og gangast við yfirlýsingu sinni. Þetta sýnir einmitt ástandið í þessum málum á þessum tíma. Í kingum IH söfnuðust áhugamenn um komu erlendra homma til landsins, enda pósthólfið stofnað til þess og eðlilegt að mikil umræða hafi verið í kringum það á meðal lítils hóps homma. Þessi hópur homma lagði aðaláherslu á að skemmta sér og héldu til á heimili VG sem alþekktur samkomu staður þessa hóps. En það voru ekki allir hommar í Reykjavík þessa tíma velkomnir í þann hóp né höfðu þeir áhuga á því formi skemmmtanalífs sem þar var stundað.

Uppgjöri við eiganda og stofnanda IH, Guðmund Sveinbjörnsson, fyrrihluta árs 1978 er lýsti í bókinni Tabú. Guðmundur minntist aldrei á þeim fundum á að IH væru einhver samtök.  

Góðvinur og lærisveinn VG er Böðvar Björnsson sem fylgir sýningum RÚV á þáttum HG eftir með blaðagrein sem er að öllum líkindum samin af VG svo það væri að bera í bakkafullan lækinn að svara henni hér. Tilgangur hennar er greinileg smættun. 

Hver er kjarni allrar þeirrar baráttu sem ég stóð fyrir? Jú, hann er sá að ég steig fram undir fullu nafni og tók á mig „glæpinn". Í slíku framlagi liggja áhrif baráttunnar. Það var vel vitað að til væru hommar. 

Nýlega sýndi Hrafnhiludr Gunnarsdóttir (HG) „Svona fólk" á RÚV. Þar fer hún yfir baráttusögu samkynhneigðra á Íslandi. Þar leggur hún talsvert uppú að það hafi verið til önnur samtök homma í Reykjavík þessara ára. Henni var í tvígang boðið að ræða þetta mál og en hún hafnaði því af miklum þótta. Í fyrra skiptið var það eftir sjónvarpsviðtal við þann sem þetta ritar og HG á Hringbraut þann 9 mai 2018. Hún fullyrti í þættinum að það hefði verið til samtök á undan S´78. Þetta má sjá í mynd. Ég legg það ekki í vana minn að rífast við fólk og hváði þegar þessi fullyrðing hennar kom fram og hallaði mér aftur í sófann og hugsaði; Nú ætlar eggið að fara að kenna hænunni! Strax eftir þáttinn auð ég HG að setjast niður og ræða málið en hún var stutt í spuna og riksaði út með þeim orðum að hún hefði engan tíma til slíks.

Í seinna skiptið sem ég vildi ræða þetta mál við HR var strax eftir frumsýningu sem hún stóð að í Regnboganum haustið 2018 þar sem hún sýndi tvo fyrstu þætti sína samansetta. Strax að lokinni sýningu gekk ég að HG í andyrinu og bauð henni að ræða málið og spurði hversvegna hún gerði stofnun S´78 og framlagi okkar Guðna Baldurssonar ekki betri skil? En það var áberandi stutt og lítið í myndinni miðað við að S´78 er grunnurinn í allri baráttu samkynhneigðra hér á landi. Í þessar mynd sem þarna var sýnda var mjög lítið um það fjallað. Hún svaraði mér því stuttlega að það væri einfaldlega ekki til myndskeið um það og rauk í burtu og vildi ekkert við mig tala. Þetta gerðist beint fryri framan pall þar sem útvarpskonan Andrea Jónsdóttir var að gera sig tilbúna sem DJ. Hún sá til okkar og spurði hvað væri að gerast. Ég útlistaði málið fyrir henni. Hún sagðist þekkja vel klippara myndarinnar, sem byggi í Kaupmannahöfn, og sagðist ætla að ræða viðhana um málið. Nokkrum dögum seinna hringdi Andrea í mig að sagði skýringuna vera að allir þekktu svo vel mína sögu að það hefði ekki þurft að vera að segja frá henni. En þessu yrði kippt í liðinn. Það kom aðeins lengri útgáfa í þeim þætti sem var sýndur á RÚV.

Ég vil líka geta þess að þegar HG kom til mín 1996 og seinna þá bað hún mig um framlag mitt því hún væri að safna viðtölum í heimildarmynd um baráttu samkynhneigðra á Íslandi. Hún tók það aldrei fram að hún væri að gera „persónulega heimildarmynd" sem er allt annað mál því  þar lætur hún geðþótta sinn stjórna ferðinni og við það missir myndi gildi sitt sem heimildarmynd og HG virðingu mína og traust.

Að öðru leiti er þessi þáttaröð HG vonandi upplýsandi og fræðandi. Ég gat því miður aðeins séð fyrstu þrjá þættina þar sem ég var á löngu og krefjandi ferðalagi um Kólombíu þegar þeir voru sýndir. En HG hefði betur farnast ef hún hefði kynnt sér allar hliðar mála, gert tímalínu atburða, gert sér far um sannsögli og heiðarleg vinnubrögð og skilið að IH sem samtök voru einfaldlega eins og hver annar saumaklúbbur.