Haldið til haga

Hér eru nokkrir sundurlausir punktar sem ég hef tekið saman og verða kannski að heilsteyptari samantekt þegar frá líða stundir. Ég hóf þessa samantekt á ferðalagi um. Kólumbíu í nóvember 2019 og ætla að bæta við þá eftir því sem tími gefst til.

„Birtingarmynd hugsunarinnar er ekki þekking, heldur hæfileikinn til að greina rétt  frá röngu, fallegt frá ljótu."  (Hannah Arent 1970)

Sagt er að þegar menn læri ekki af sögunni séu þeir neyddir til að endurtaka hana. Þekkingarleysi er dapurt. En þegar viljandi og illgjörn afbökun á staðreyndum er sett viljandi fram er það eitur. Þegar fók tekur að sér að endurskrifa söguna og stjórnast af hatri, heift og undarlegum vilja til að sveigja liðna atburði að eigin þótta þvert á allar staðreyndir þá má fara að skoða framtakið sem eitur í bolla sagnfræðinnnar. Gott er og nauðsynlegt þegar ólík sjónarhorn koma fram. Það er nauðsyn og fræðandi en það verður líka að vera sett fram af heilindum og stutt af áreiðanlegum heimildum. Oft hefur líka verið bent á að það sé verulegur kostnaður fyrir samfélög að leiðrétta sögu sína.

Það er í 30 ára afmælisblaði S´78 sem gefið var út 2008 að ég sá að Veturliði Guðnason (VG) heldur því fram að aðstandendur Iceland Hospirality (IH) hafi myndað með sér samtök. Þetta kom mér og öðrum eftirlifandi stofnfélögum Samtakanna ´78 (S´78) mjög á óvart, vægast sagt. Samkvæmt okkar bestu vitund var IH pósthólf (4166 ) sem olli talsverðum skjálfta á meðal homma í Reykjavík eftir að það var stofnað. Sennilega síðla veturs 1976 eða í ársbyrjun1977. Það gerði Guðmundur Sveinbjörnsson uppá sitt eindæmi. Veturliði ásamt sambýlismanni hans ráku heimili sitt sem einhvern vinsælasta partýstað homma í Reykjavík um nokkurn tíma, allt fram til áramóta 1978 en þá fluttu þeir af landi brott. Þeir voru handhafar pósthólfslykilsins þegar Guðmundur var ekki á landinu. Í sjálfu lítið við það að athuga.

En aldrei nokkurn tíma á þessum árum, svo ég viti, var minnst á þetta pósthólf sem samtök. En í grein sinni dregur Veturliði fram bréf sem sönnun þess og kom mér það ansi mikið á óvart. Þetta hefði ég vilja vita þegar ég skráði bókina Tabú. Veturliði vissi vel um skráningu þeirrar bókar. Skráning sem tók nokkur ár og var gerð í samvinnu við rithöfundinn Ævar Örn Jósepsson. Þessi skráning fór fram í formi samtala og frásagna um feril baráttu minnar og leitaði ég sem víðast eftir heimildum og staðfestingu á því sem hafði gerst. Þessi vinna spannaðii um tvö ár og var unnin með hléum og bar ég frásagnir mínar upp við marga sem þekktu til mála og fór samviskusamlega yfir alla pappír sem voru í mínum höndum. Þar á meðal voru samtöl mínvið Guðna Baldursson (BG )en hann var sá einstaklingur sem reyndist mér best árið 1978 og sýndi af sér einstakt hugrekki. Ég leitaði ekki til VG um efni þar sem hann kom aldrei nálægt stofnun S´78 einfaldlega vegna þess að hann þorði því ekki. Málefnið var svo viðkvæmt og mikil púðurtunna á þessum árum að hefði komist upp um mann að hann væri hommi þá voru mestar líkur á að hann missti atvinnu og húsnæði ef hann var á leigumarkaði.

Við eftirgrennslan fannst líka meðfylgjandi blaðaúklippa sem sýnir að blaðamaður hefur rætt við sendanda umræddar fréttatilkynningar frá IH en hann þorði ekki að stíga fram með nafni.

Baráttan sem ég hóf snérist um sýnileika. Allir sem þekktu til skemmtanalífsins í Reykjavík á þessum árum og fyrr vissu um tilvist okkar hommanna. Það var í sjálfu sér ekkert nýtt. Það sem var nýtt var að ég, sem þetta ritar hafði stigið opinberlega fram og viðurkennt að vera hommi og ég var þjóðþekktur einstaklingur. Í þessum staðreyndum lágu áhrif mín. Milt sagt var þetta framtak mitt áfall fyrir þjóðina og olli mikilli umræða. Ekki síst á meðal homma. Ótti við afhjúpun var mikil á meðal þeirra og eftir viðtalið vildu margir ekki kannast við mig á götu. En hefðu þessi umræddu samtök IH verið til og einhver baráttuvilji verið á bakvið þau hefði það verið stórkostlegt að vita af þeim og enn betra ef meðlimir þeirra hefðu staðið fram. Það hefði, að mínu mati, flýtt réttindabaráttu okkar mikið og styrkt hana. En tíðarandinn meðal homma var ótti og kom í veg fyrir opinberan stuðning við framtak mitt. Slíkt var of mikil hætta.

Hvað létu svokölluð samtökin IH eftir sig liggja? Hverju skiluðu þau? Engu svo ég viti, nema umrædd fréttatilkynningu sem VG dregur fram. Ekki skal hún dregin í efa. En VG verður að segja alla söguna, því þegar á reyndi og blaðamaður hafði samband við sendanda þessarar yfirlýsingar IH þá þorði viðkomandi ekki að stíga fram. Hversvegna ekki? Jú, eins og kemur fram í þvíviðtali var það vegna ótta um afleiðingar þess að gangast opinberlega við samkynhneigð sinni. Þarna er einmitt kjarni upphafs baráttunnar; að stíga fram fyrir skjöldu og axla ábyrgð. Viðurkenna samkynhneigð sína sem þátt af eðli sínu án þess að skammast sín fyrir það. Fram til þessa tíma, júlí 1977, hafði aðeins einn íslendingur gert slíkt, þann 1 ágúst 1975 ,og það er sá sem þetta ritar. Baráttan lá nefnilega í sýnileika. Það var ekkert nýtt að íslenskir hommar hittust og ræddu mál sín en mín reynsla var að réttindabarátta var ekki umræðuefni þeirra.  

Almennt var viðhorf til homma var að svo framarlega sem þeir gerðu ekki tilkall til virðingar og jafnréttis við aðra karlmenn þá máttu þeir vera í friði. Flest allir vissu um tilvist svokallaðra "kynvillinga". En hvað um lesbíur? Þær voru ekki sjáanlegar og fóru sér ofur varlega. Ég leitaði en fann ekki. Það er að segja ég fann engar sem vildu gangast við að vera lesbía. Þeim fannst betra að lifa í felum eða flýja land. Nákvæmlega þarna var vandamálið; óttinn við að taka réttindi sín. Standa með sjálfum sér. Vera það sem maður er án þes að skammast sín fyrir það. VERA SÝNILEGUR.
Þennan ótta og skammar múr verð að rjúfa og það þurftir mikið til. En hvað?

í nokkur ár var ég á sama stað og allir hinir; talaði um uam örlög v ið þjáningarbræður mína. En þar var raunverulegt ástand aldrei rætt heldur hvervar með hverjum, hvar og hvenær. Veiðiaðferðir og hverjir væru líkega hommar líka. Bestu vinir mínir í þessum málum voru vinkonur mínar. Stelpur skildu og hlustuðu. En engin hafði lausnina.

En ég lenti í því að vera þjóðfrægur og dáður um allt land. Ég áttaði mig ekki strax á stöðu minni. En þegar ég gerði það þá var ekki aftur snúið. Ég varð að gera það sem ég gerði.Ég var ekki háður áliti annarra né þráði ég einhverja viðurkenningu út á við. Þetta tvennt var mér ljóst. Ég gat aldrei verið það sem fávísir vildu að ég væri. En gjaldið var meira en óréttlátt. Útskúfuni er þungbær. Það tók mig tíma að átta mig á að í raun og veru var það sálrænt áfall sem versnaði með árunum. En það var engin tími til að vinna úr því og samtími minn bauð ekki uppá slíkt. Þar að auki var ekki tími til þess. Þarna var verk að vinna; að takast á við einhæft klisjusamfélag. Litið til baka þá var það í raun aðferð mín a að vinna úr áfallinu. Ég ferðaðist um sýndi og sannaði hæfileika. Reifst aldrei við fólk sem veittist að mér. Var aðeins sýnilegur og leyfði fólki að vangaveltast. 

Það var vonlaust fyrir mig að sækja um styrki. Sama hversu oft og hvernig ég stóð að því. Ég varð að kosta alla baráttuna sjálfur og gerði það. Í mörg ár sótti ég um störf hjá atvinnuleikhúsum en mér var allatf hafnað. Ég sótti ítrekað um ýmsa styrki en mér var hafnað og jafnvel hótað og sagt að maður eins og ég ætti að skammast mín og snáfa þangað sem myrkrið æti mig. Þegar á hallaði fann ég mér ýmsa aukavinnu í Kaupmannahöfn til að lenda ekki í skuld við neinn. Vegur vinsælda er stráður útfærðum atriðum blekkinga og sniðulegheita í samvinnu við umboðsmenn draumna. Vegur baráttunnar er stráður átökum við kaldar staðreyndir og það verðuðru að frsmkvæma einn. En þegar frá líður og árangurinn fer að skila sér er reynt að ýta þér frá út í myrkrið til að þú sért ekki að flækjast fyrir þeim sem vilja fá heiðurinn af baráttunni. Loks þegar staðreyndir eru viðurkenndar þá eru margir sem vilja gangast við þeim og þá á sem auðveldfastan hátt. Engin furða þó ég væri á þeirri skoðun að samlandar mínir væru amöbur. Samt voru engar svart hvítar línur í þessu lífi og lausnirnar ekki alltaf augljósar. Þetta var og verður alltaf samvinna og hæfileikinn til að ná árangri. Finna lausnir hverju sinni vitandi að þegar einum áfanga er náð þá tekur við sá næsti. 

Gjald mitt fyrir dirfskuna var að missa aleiguna og verða ævilangt dæmdur í útlegð. Hafnað af samfélaginu. Fordómar erfast nefnilega. Umræðan, fordæmingin, fyrirlitningin og það sem er svo sterkt í íslendingum; hefndin. Að margra mati kastaði ég ævarandi skömm yfir þjóðina og skyldi fá að kenna á því. Mér tókst þó að ljúka ætlunarverki mínu og stofna baráttusamtökin sem mig hafði dreymt um. Það var vinna mikli vinna sem aðeins var framkvæmanlega vegna þess að ég hafði menntun  mína og reynslu sem leikstjóri og þá dirfsku og hugsjónir sem innra með mér bjuggu. Mér tókst að finna þann kjarna manna sem skildu ömurlega stöðu okkar og voru mér sammála um aðgerðir. Þar fór fremstur í hópi Guðni Baldursson. Án hans hefði þetta ekki tekist.   

Þegar mér barst þetta afmælisblað Samtakanna´78 (S´78) í hendur nokkrum árum eftir útgáfu þess og ég las þessa grein VG hafði ég samband við skrifstofu S´78 og fór fram á að fá að svara henni í næsta blaði þeirra. Mér var sagt að það væri sjálfsagt og að Atli Þór Fanndal blaðamaður myndi hafa samband og taka við mig  viðtal. Úr því hefur aldrei orðið án þess að ég viti ástæðuna.

Það góða við þessa grein VG í blaði S´78 er að loks kemur fram viðhorf hans og andstyggð gagnvart Guðna Baldurssyni, mér og S´78 og öllu sem hlýtur að skipulagðri félagsstarfssemi. Slíkar starfsaðferðir virðast vera eitur í beinum VG. Það var kominn tími til að fá þetta á hreint. Sumt sem VG segir í greininni vekur furðu mína en um leið ánægju að loks komi viðhorf hans úr felum. Það verður að taka það fram að VG kom hvergi nálægt stofnun S´78 og var ekki einu sinni a landinu þegar þau voru stofnuð.  

Þegar ég, sem ungur upprennandi og áhrifamikill listamaður steig fram fyrir skjöldu í víðfrægu viðtali í tímaritinu Smúel þann 1 ágúst 1975 og lýsti því yfir að ég væri hommi varð íslenskt samfélag fyrir áfalil sem gætti um allsstaðar. Ég missti umsvifalaust allt út úr höndum og það virtist sem veiðileyfi hefði verið gefið út á mig og ég varð að flýja land vegna líflátshótanna og annarra ofsókna. Ég snéri aftur haustið 1977 og hóf að vinna að stofnun baráttusamtaka og tókst það 9 mai 1978. Hér skal ekki farið nánar í þá sögu enda hefur henni og starfsaðferðum mínum sem aðgerðarlistamanns verið lýsti í tveim bókum hans. Tabú og Bylting. En það skal tekið fram að vegna menntunar minnar og reynslu úr leikhúsheiminnum sem leikstjóri tókst mér að koma S´78 saman. 

Það voru eðlileg viðbrögð homma í Reykjavík þessara ára að ræða ástand sitt og afleiðingar yfirlýsingar minnar. Sú fréttatilkynning frá sumardögum 1977 sem VG birtir og segir að hafi verið send fjölmiðlum er hér ekki dregin í efa. En hann sleppir því að segja alla söguna. Þessum punktum mínum hér læt ég fylgja fylgir úrklippa úr DV sem sýnir viðbrögð fréttamanns sem hefur samband við sendanda fyrrr nefndrar yfirlýsingar IH og sýnir svart á hvítu að sendandinn þorir ekki að stíga fram fyrir skjöldu og gangast við yfirlýsingu sinni. Þetta sýnir einmitt ástandið í þessum málum á þessum tíma. Í kringum IH söfnuðust áhugamenn um komu erlendra homma til landsins, enda pósthólfið stofnað til þess og eðlilegt að mikil umræða hafi verið í kringum það á meðal lítils hóps homma. Þessi hópur homma lagði aðaláherslu á að skemmta sér og héldu til á heimili VG sem alþekktur samkomu staður þessa hóps. En það voru ekki allir hommar í Reykjavík þessa tíma velkomnir í þann hóp né höfðu þeir áhuga á því formi skemmmtanalífs sem þar var stundað. 

Uppgjöri við eiganda og stofnanda IH, Guðmund Sveinbjörnsson, fyrrihluta árs 1978 er lýsti í bókinni Tabú. Guðmundur minntist aldrei á þeim fundum á að IH væru einhver samtök. Ég vil líka taka fram að GS og ég vorum persónulegir og nánir vinir og ræddum þessi mál mjög oft. Þar var aldrei fjandskapur á milli okkar GS en óneitanlega oft átök sem byggðu á ólíkum persónlegum viðhorfum til tilverunnar, svona eins og gengur á milli náinna og ólíkra vina.  

Góðvinur og lærisveinn VG er Böðvar Björnsson sem fylgir sýningum RÚV á þáttum HG eftir með blaðagrein sem er að öllum líkindum samin í samvinnu við VG svo það væri að bera í bakkafullan lækinn að svara henni hér. Tilgangur hennar er greinileg smættun. Þar reynir BB að láta upphaf baráttunnar líta út sem almenna uppreisn homma. Það er ansi fjarri lagi. Þegar hópur homma tók sig til, jólin 1982, og stóðu fyrir skemmtun í Kópavogi var mikið vatn runnið til sjávar í baráttunni. Sjö ár liðin frá upphafinu og mikið gerst í málefnum okkar.   

Nýlega sýndi Hrafnhiludr Gunnarsdóttir (HG) „Svona fólk" á RÚV. Þar fer hún yfir baráttusögu samkynhneigðra á Íslandi. Þar leggur hún talsvert uppú að það hafi verið til önnur samtök homma í Reykjavík þessara ára. Henni var í tvígang boðið að ræða þetta mál og en hún hafnaði því af miklum þótta. Í fyrra skiptið var það eftir sjónvarpsviðtal við þann sem þetta ritar og HG á Hringbraut þann 9 mai 2018. Hún fullyrti í þættinum að það hefði verið til samtök á undan S´78. Þetta má sjá í mynd. Ég legg það ekki í vana minn að rífast við fólk og hváði þegar þessi fullyrðing hennar kom fram og hallaði mér aftur í sófann og hugsaði; Nú ætlar eggið að fara að kenna hænunni! Strax eftir þáttinn auð ég HG að setjast niður og ræða málið en hún var stutt í spuna og riksaði út með þeim orðum að hún hefði engan tíma til slíks.

Í seinna skiptið sem ég vildi ræða þetta mál við HR var strax eftir frumsýningu sem hún stóð að í Regnboganum haustið 2018 þar sem hún sýndi tvo fyrstu þætti sína samansetta. Strax að lokinni sýningu gekk ég að HG í andyrinu og bauð henni að ræða málið og spurði hversvegna hún gerði stofnun S´78 og framlagi okkar Guðna Baldurssonar ekki betri skil? En það var áberandi stutt og lítið í myndinni miðað við að S´78 er grunnurinn í allri baráttu samkynhneigðra hér á landi. Í þessar mynd sem þarna var sýnda var mjög lítið um það fjallað. Hún svaraði mér því stuttlega að það væri einfaldlega ekki til myndskeið um það og rauk í burtu og vildi ekkert við mig tala. Þetta gerðist beint fryri framan pall þar sem útvarpskonan Andrea Jónsdóttir var að gera sig tilbúna sem DJ. Hún sá til okkar og spurði hvað væri að gerast. Ég útlistaði málið fyrir henni. Hún sagðist þekkja vel klippara myndarinnar, Höllu Kristínar Einarsdóttur sem byggi í Kaupmannahöfn, og sagðist ætla að ræða viðhana um málið. Nokkrum dögum seinna hringdi Andrea í mig að sagði skýringuna vera að allir þekktu svo vel mína sögu að það hefði ekki þurft að vera að segja frá henni. En þessu yrði kippt í liðinn. Það kom aðeins lengri útgáfa í þeim þætti sem var sýndur á RÚV.

Ég vil líka geta þess að þegar HG kom til mín 1996 og seinna þá bað hún mig um framlag mitt því hún væri að safna viðtölum í heimildarmynd um baráttu samkynhneigðra á Íslandi. Hún tók það aldrei fram að hún væri að gera „persónulega heimildarmynd" sem er allt annað mál því  þar lætur hún geðþótta sinn stjórna ferðinni og við það missir myndi gildi sitt sem heimildarmynd og HG virðingu mína og traust.

HG gerir einnig lítið úr merkilegu framlagi Guðna Baldurssonar. En hann vann ótrúlega mikið og óeigingjarnt starf sem fyrsti formaður S´78 og náði gríðarlegum árangri, sérstaklega fyrstu fjögur árin.

Eftir fyrsta þáttinn er eins og við Guðni séum ekki til í baráttunni og það er smættun.

HG tekur sér nefnilega sæti dómara án þess að hafa efni á því og með því setur hún neikvæðan blett á sig sem söguskýranda. Hún sleppir því að rannsaka, spyrja og setja í tímalínu atburði sem áttu sér stað og hvernig og hversvegna og stekkur á vagn manns sem er síst hæfur til að segja frá upphafinu því hann tók ekki öðruvís þátt í því en að ræða málin svona eins og gengur og gerðist manna á milli.   

Að öðru leiti er þessi þáttaröð HG upplýsandi og fræðandi. Ég gat því miður aðeins séð fyrstu þrjá þættina þar sem ég var á löngu og krefjandi ferðalagi um Kólombíu þegar þeir voru sýndir. En HG hefði betur farnast ef hún hefði kynnt sér allar hliðar mála, gert tímalínu atburða, gert sér far um sannsögli og heiðarleg vinnubrögð og skilið að IH sem samtök voru einfaldlega ástand sem hafði alltaf ríkt meðal homma á Íslandi. Þar var talað en ekkert gert. Hver og einn gat lifað óáreittur í sínu horni og talað.

Það er umhugsunarvert hversu HG er blind á atvik í upphafi baráttunnar. Hræðsluna og óttann sem einkenndi og hamlaði þátttöku manna í að takast á við málefnið. Hversvegna það varð að meina Nonna aðgang að fundum. Hversvegna við urðum að merkja öll skjöl osfv.

Raunverulega baráttan lá, meðal annars, í sýnileika og þrýstingi á stjórnmálamenn til að endurbæta lagaumhverfið. Án slíkra aðgerða hefði ástandið verið óbreytt. Ég hóf hringferðir mínar með sýnileikann og Guðni fór í stjórnmálin með þrýstinginn. Þarna lá kraftur upphafs baráttunnar. Þessu sleppir HG. Allt sem á eftir kom byggði á þessum grunni okkar Guðna. Grunni sem var sterkur og þéttur.

Samtökin ´78 urðu til vegna þrotlausrar vinnu minnar og það tók mig nokkur ár vegna ótta annarra. Samtökin ´78 voru pólitísk baráttusamtök sem unnu markvisst að mannréttindabaráttu með lögum og reglum. Þau voru reist á áratuga reynslu manna, á hinum norðurlöndunum og víðar í Evrópu, sem höfðu stofnað baráttufélagið Forbundet´48. Ég þýddi lög og reglur Forbundet´48 með því markmiði að þau yrðu aðlöguð íslenskum staðháttum. Samtökin ´78 höfðu það markmið frá upphafi að tengjast stjórnmálamönnum og skapa þrýsting meðal þeirra til að knýja fram lagabreytingar og viðhorfsbreytingu gagnvart samkynhneigðum. Að þessu stefndi Guðni og fór í framboð, að mig minnir 1983, sem áttundi maður á lista hjá Bandalagi Jafnaðarmanna Guðni kom málefnum S´78 inn í íslenska pólitík og fékk góðan stuðning Vilmundar Gylfassonar, Garðars Sverrissonar og fleiri jafnaðarmanna.  

Það koma strax í ljós að þessi barátta var mannréttindabarátta því réttur eins er réttur allra. HG hefði að ósekju mátt nefna margt annað fólk sem með einum eða öðrum þætti kom að baráttu okkar og studdi hana og gerði okkur kleift að koma málum í framkvæmd; Auk fyrrnefndra stjórnmálamenn þær; Kristínu Kvaran og Ingibjörgu Sólrún Gísladóttir. Ingibjörg Jóna Jónsdóttir,(kynlífsfræðingur) og Stéfán Jón Hafstein, RÚV. Sigurður G Tómasson, RÚV. Auður aðalhvatamaður að stofnun Alnæmissamtakanna og Margeir Margeirsson eigandi skemmtistaðarins Keisarann. Svo einhverjir séu nefndir í fljótu bragði.